18. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Reykhólar: Ríflega fjórðungur íbúanna 10 ára og yngri
Fjöldi barna í hlutfalli við mannfjölda á Reykhólum vekur sérstaka athygli þegar skoðaðar eru nýbirtar tölur Hagstofu Íslands. Af 133 íbúum Reykhólaþorps 1. janúar voru 34 börn tíu ára og yngri eða 25,6% af heildarfjöldanum. Hlutfallið á landinu öllu er 15,3% og í Reykjavík 14,6%. Ef tölur frá öllum byggðarkjörnum á Vestfjarðakjálkanum og Búðardal eru skoðaðar kemur í ljós, að hlutfall barna tíu ára og yngri er langhæst á Reykhólum.
Sjá nánar súluritið og töfluna á myndunum.
Fyrir átta árum eða 1. janúar 2005 var mannfjöldinn á Reykhólum 114, þar af börn tíu ára og yngri 21 eða 18,4%. Frá þeim tíma hefur íbúum á Reykhólum fjölgað um 16,7% en börnum tíu ára og yngri um 62%.
Guðjón D. Gunnarsson, mnudagur 18 febrar kl: 13:37
Er það furða. Dýrasta hitaveita landsins. Fólkið þarf að halda á sér hita.