Tenglar

22. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reykhólar: Staðkunnugt fólk láti fróðleik sinn í té

Óskað er eftir sem allra ítarlegustum upplýsingum frá staðkunnugu fólki um svæðið neðan við Reykhóla. Um þessar mundir er Reykhólahreppur að vinna að skipulagi á svæðinu kringum Langavatn og niður að sjó eða því svæði sem er innan þéttbýlismarka á aðalskipulagi. Ferðamálastofa styrkir þetta verkefni, sem Reykhólahreppur vinnur í samstarfi við m.a. Árna Geirsson og Halldóru Hreggviðsdóttur hjá ráðgjafastofunni Alta.

 

„Nú er um að gera að sem flestir taki þátt,“ segir Árni, „en líka er gott að tryggja að einhverjir sem vitað er að eru fróðleiksnámur um svæðið leggi sitt af mörkum, t.d. með því að nálgast þá sérstaklega. Sjálfsagt segja margir frá sömu stöðunum en það er gagnlegt líka því þannig fæst tilfinning fyrir því hvaða staðir eru mönnum efst í huga og það fást ólík persónuleg sjónarhorn á staðina.“

 

Þó að tilefni þessarar heimildasöfnunar sé skipulag við Langavatn og sunnan þess, þá er mikilvægt að fá góðar upplýsingar um allt umhverfið til að ná heildarsamhenginu.

 

Útbúið hefur verið eyðublað (ásamt korti) þar sem fólk er beðið að skrá vitneskju sína. Þar segir m.a.: 

  • Hér á Reykhólum og í nágrenninu eru margir áhugaverðir staðir sem gaman er að segja frá og sýna, bæði ferðamönnum og þeim sem hér búa. Í tengslum við verkefni sem lúta að þróun svæðisins er verið að safna saman lýsingum á frásagnarverðum stöðum sem síðan verður reynt að skapa úr heildarmynd, áætlun um hagnýtingu og áhugavert kynningarefni.
  • Lýstu stað sem er frásagnarverður og merktu hann á kortið. Staðurinn kann að vera frásagnarverður vegna atburða sem þar hafa gerst, náttúrufars, fornminja, útsýnis eða sjónarhorns, persónulegra minninga, þjóðtrúar eða hvers annars sem er. Það þarf ekki að vera mikið eða merkilegt.
  • Segðu frá staðnum eins og þér er lagið, frá þínu sjónarhorni. Það má vel vera að fleiri segi frá sama stað en það gerir ekkert til; bara betra.
  • Ef þú veist um ritaðar heimildir eða einhvern annan fróðari sem gæti aukið við frásögnina væri gott að fá ábendingu um það.

 

Smellið hér til að sækja eyðublaðið og kortið (og prentið út).

 

Upplýsingunum óskast komið á skrifstofu Reykhólahrepps í síðasta lagi 7. mars.

 

Árni Geirsson verkfræðingur er lesendum Reykhólavefjarins að góðu kunnur fyrir hinn mikla fjölda loftmynda (og annarra mynda) sem hann hefur tekið í héraðinu á undanförnum árum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31