Tenglar

7. febrúar 2012 |

Reykhólar eini skoðunarstaðurinn vestra - aftur

Frá Reykhólahöfn. Ljósm. Sv. Ragnarss.
Frá Reykhólahöfn. Ljósm. Sv. Ragnarss.

Af erlendum skipum sem hafnarríkiseftirlit Siglingastofnunar skoðaði hérlendis á síðasta ári var aðeins eitt skoðað í vestfirskri höfn - á Reykhólum. Alls tók eftirlitið skip til skoðunar í fjórtán höfnum allt í kringum landið. Þetta gerðist líka árið áður - aðeins eitt erlent skip skoðað á Vestfjarðakjálkanum og það var á Reykhólum.

 

Á vef Siglingastofnunar segir:

 

Eins og á undanförnum árum hefur farið fram eftirlit með erlendum skipum í formi hafnarríkisskoðana í samræmi við samþykkt Parísarsamkomulagsins og tilskipanir Evrópusambandsins sem varða eftirlit með erlendum skipum og mengunarvörnum.

 

Árið 2011 markaði tímamót í hafnarríkiseftirliti því tekinn var í notkun nýr skoðunarferill og jafnframt nýr tölvugagnagrunnur sem hýstur er hjá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Samkvæmt ákveðnum útreikningi er hverju aðildarlandi Paris MOU nú úthlutaður ákveðinn fjöldi skipa til skoðunar.

 

15.01.2011  Eitt skip skoðað á kjálkanum 2010 - á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31