Tenglar

14. ágúst 2020 | Sveinn Ragnarsson

Reykhólar hses. formlega tekin til starfa

 Reykhólar hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem var stofnuð vorið 2020. Hlutverk stofnunarinnar er að byggja eða kaupa og eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi almennra félagsíbúða í Reykhólahreppi og veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum 52/2016 um almennar íbúðir. 

 

Í stjórn Reykhóla hses. sitja:

Árný Huld Haraldsóttir formaður

Embla Dögg B. Jóhannsdóttir varaformaður

Ágústa Ýr Sveinsdóttir

 

varamaður er

Karl Kristjánsson.

 

Reykhólar hses. hefur yfir að ráða þremur íbúðum að Hólatröð 5, 7 og 9 á Reykhólum. Íbúðirnar eru auglýstar til úthlutunar eftir því sem þær losna.  Skrifstofa Reykhólahrepps tekur á móti umsóknum og skulu þær berast á netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

Nánari upplýsingar um stofnunina, umsóknir og úthlutunarreglur eru undir flipanum Reykhólar hses. hér til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30