Tenglar

13. mars 2012 |

Reykhólaskóli - villtar nytjajurtir á Vestfjörðum

Söl voru meðal fjölmargra náttúrunytja höfuðbólsins á Reykhólum á fyrri tíð.
Söl voru meðal fjölmargra náttúrunytja höfuðbólsins á Reykhólum á fyrri tíð.

Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, fjallar um villtar nytjajurtir á Vestfjörðum í fyrirlestri núna á fimmtudag kl. 17-18, sem meðal annars er hægt að hlýða á gegnum fjarfundabúnað í Reykhólaskóla. Farið verður yfir það sem einkennir gróðurfar á Vestfjörðum og kynntar rannsóknir sem hafa verið gerðar og standa yfir varðandi nýtingu villtra nytjajurta á kjálkanum.

 

Einnig verður reynt að svara því hverjir nýti villtan gróður og til hvers. Nokkur lykilatriði varðandi tínslu og varðveislu plantna verða kynnt og fjallað ítarlega um nokkrar algengar plöntutegundir og nýtingu þeirra.

 

Fyrirlesturinn verður fluttur í Þróunarsetrinu á Hólmavík og sendur út þaðan. Hann er öllum opinn og kostar kr. 1.000 að hlýða á hann.

 

Þessi fyrirlestur er í fyrirlestraröð í vetur á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum um ýmis náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir eru haldnir þriðja fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17-18.

 

Meðal þeirra sem nýta sér vestfirskan villigróður er Aðalbjörg Þorsteinsdóttir á Tálknafirði - Villimey.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31