5. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Reykhólaskóli auglýsir eftir kennurum
Reykhólaskóli á Reykhólum við Breiðafjörð er sameinaður grunnskóli og leikskóli með 57 nemendur. Einkunnarorð hans eru Vilji er vegur. Skólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefninu. Hér með er auglýst eftir kennurum í 100% starf í almennri kennslu og 50% starf í verkgreinum. Krafist er réttinda til kennslu í grunnskóla. Aðrar kröfur sem gerðar eru til umsækjenda:
- Mikill áhugi á að leita nýrra leiða í skólastarfi.
- Að hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir á valdi sínu.
- Þekking á kennslufræði og uppeldisfræði.
- Áhugi á kennslu og vinnu með börnum.
- Frumkvæði og samstarfsvilji.
- Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Gleði og umhyggja.
- Reglusemi og samviskusemi.
- Hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar gefur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla í síma 849 8531 og netfanginu skolastjori@reykholar.is.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí. Senda skal umsókn og ferilskrá í ofangreint netfang.