Tenglar

22. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Reykhólaskóli fær 15 iPad tölvur að gjöf

1 af 3

Miðvikudaginn 20. maí afhenti Ríkarður Örn Ragnarsson frá EM Orku Reykhólaskóla 15 iPad tölvur.


Á þróunarstigum verkefnisins sem EM Orka er að fara af stað með í hreppnum,  gefst verkefnahópnum tækifæri til að styðja við framtaksverkefni sem munu nýtast samfélaginu hvað varðar sjálfbærni, menntun, heilsugæslu og íþróttaiðkun.

 

COVID hefur sýnt okkur að vinna heima og heimanám er eitthvað sem við þurfum öll að fara að venjast. Hörð veður og langar vegalengdir hafa einnig valdið því að skólastarf í hreppnum hefur fallið niður þónokkuð marga daga á veturna.

Með það í huga hafði Ríkarður samráð við skólann til að athuga hvort EM Orka gæti veitt stuðning gegnum samfélagsáætlun sína.

 

Í niðurlagi orðsendingar af þessu tilefni segir:

„Við vonum að framlagið geri skólanum kleift að auka stafræna námsmöguleika sína enn frekar.

Við í EM Orku trúum því að stuðningur við nærsamfélag okkar sé einn mikilvægasti hlutinn í því sem við gerum. Það er okkur mikil ánægja að geta hjálpað nemendum Reykhólaskóla“.

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31