Tenglar

18. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Reykhólaskóli og tómstundastarf

Kæru foreldrar/forráðamenn 

Sveitarstjórn, ásamt yfirmönnum í sveitarfélaginu hafa unnið hörðum höndum við útfærslur á starfsemi stofnanna sveitarfélagsins. Þetta hefur ekki verið auðvelt verk og stórar ákvarðanir sem við höfum þurft að taka. Nú þurfum við öll að taka höndum saman og sýna samfélagslega ábyrgð við að halda samfélaginu gangandi. Eins og við vitum öll er samfélagið okkar lítið og hver einstaklingur í samfélaginu skiptir lykil máli í svona stóru verkefni. 

 

Við ákvörðunina um útfærslu vorum við í samráði við skólastjóra, hjúkrunarforstjóra, mötuneyti og við skólaskrifstofu Reykhólahrepps, Tröppu. Það sem við horfðum mest til var að öll börn í sveitarfélaginu hefðu jöfn tækifæri til náms. Hvort sem þau búa í þorpinu, sveitinni eða af einhverjum ástæðum þurfa að fara í sóttkví. Einnig þurftum við að horfa á aðrar stofnanir í sveitarfélaginu og þá sérstaklega Barmahlíð með það að leiðarljósi að vernda viðkvæma hópa en um leið halda starfsemi gangandi. 

 

Fjarkennsla fyrir öll börn sveitarfélagsins - jöfn tækifæri fyrir börn í þorpinu, sveitinni og þá sem þurfa af einhverjum ástæðum að fara í sóttkví eða einangrun.

 

Nemendur hitta kennara á skjáfundum. Útfærsla fyrir hvern bekk tilkynnt af umsjónarkennara. Kennarar geta óskað eftir að foreldrar sitji fundinn með sínu barni. Kennarar láta nemendur vita hvaða forrit eru notuð.

 

Nemendur mæta í skóla að minnsta kosti 1x í viku í fyrirfram ákveðnum hópum - þótt börn komi í skólann eru þau ennþá í fjarnámi. Þessa daga fá þau leiðsögn í námi og notið samveru annarra barna. Gætt upp á hreinlæti og reglur um sóttvarnir.

 

Tónlistarskóli í fjarnámi. Nemendur hitta tónlistarkennara á miðvikudögum í fjarfundi og fá leiðsögn og spila fyrir kennara. Kennari lætur nemendur vita hvaða forrit verður notað. Kennari getur óskað eftir að foreldrar sitji fundinn með sínu barni.

 

Skólabílar keyra börn í skóla þá daga sem nemendur sem nýta skólabíla eiga að mæta.

 

Mötuneyti verður ekki starfrækt þá daga sem nemendur koma í skóla. Nemendur komi heilsusamlega nestaðir með hressingu. Framkvæmdum í eldhúsi verður flýtt.

 

Sundkennsla fellur niður. Framkvæmdum í búningsklefum Grettislaugar flýtt.

 

Tómstundastarf fellur niður í þeim búningi sem það hefur verið síðustu misseri.

Tómstundafulltrúi undirbýr óhefðbundið starf og verður í sambandi við skjólstæðinga sína í gegnum hópasíður á facebook og/eða tölvupóst.

Áætlun er endurskoðuð á hverjum degi - fylgist vel með tilkynningum.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps.  

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30