20. ágúst 2010 |
Reykhólaskóli settur á mánudagsmorgun
Reykhólaskóli verður settur á mánudag, 23. ágúst, kl. 8.30 um morguninn. Fyrst verður stutt skólasetning á sal skólans en eftir það fara hóparnir með umsjónarkennurum hver í sína stofu þar sem afhentar verða stundatöflur ásamt innkaupalistum. Kennsla hefst að því loknu. Innkaupalistar eru komnir inn á heimasíðu skólans.
„Við hlökkum til að hitta nemendur okkar hressa og endurnærða eftir gott sumarfrí og tilbúna til að taka námið föstum tökum að nýju", segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri.