17. ágúst 2011 |
Reykhólaskóli settur á mánudagsmorgun
Reykhólaskóli verður settur kl. 8.30 á mánudagsmorgun, 22. ágúst. Fyrst verður stutt setningarathöfn á sal en síðan fara hóparnir með umsjónarkennurum í sínar stofur þar sem afhentar verða stundatöflur ásamt innkaupalistum, sem einnig hafa verið sendir í pósti. Kennsla hefst að því loknu. „Við hlökkum til að hitta nemendur okkar hressa og endurnærða eftir gott sumarfrí og tilbúna að taka námið föstum tökum að nýju“, segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri, og biður fyrir kæra kveðju til nemenda og foreldra þeirra og forráðamanna.