Tenglar

25. júní 2012 |

Reykhólasveitin mín sigraði í sönglagakeppninni

Elínborg og Aðalbjörg flytja lagið Reykhólasveitin mín.
Elínborg og Aðalbjörg flytja lagið Reykhólasveitin mín.

Lagið Reykhólasveitin mín sigraði í sönglagakeppni Reykhóladaganna. Fjögur lög bárust og var mjótt á munum í atkvæðagreiðslu gesta við flutning laganna í íþróttahúsinu á Reykhólum enda eru þau að sögn viðstaddra öll mjög frambærileg. Höfundur vinningslagsins er Sigurdís Egilsdóttir og hún er jafnframt höfundur textans ásamt Elínborgu systur sinni. Hin lögin sem bárust í keppnina nefnast (í stafrófsröð) Heimþrá, bæði lag og texti eftir Hrefnu Jónsdóttur, Kraftaverk, lagið eftir Sigurdísi Egilsdóttur og textinn eftir Aðalbjörgu Egilsdóttur, og Reykhólabragur, bæði lag og texti eftir Arnþór Sigurðsson.

 

Sigurdís var ekki á Reykhólum þegar keppnin fór fram og tók þess vegna ekki þátt í flutningi lagsins heldur var hann í höndum Elínborgar og Aðalbjargar systra hennar. Núna er unnið að frekari útsetningu lagsins og væntanlega kemur Sigurdís við sögu í flutningi þess í nýjum búningi sem birtast mun í fyllingu tímans á Facebook-síðunni Visit Reykholahreppur. Núna er hins vegar hægt að sjá og heyra systurnar hennar flytja lagið í íþróttahúsinu á Facebook-síðunni Reykhóladagar. Myndin sem hér fylgir er úr því myndskeiði.

 

Sjáumst hress á Reykhóladögum 26.-29. júlí.

 

Athugasemdir

Solla Magg, mnudagur 25 jn kl: 13:14

Þessar elskur eru snillingar . Hjartanlegar hamingjuóskir stelpur mínar ...

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30