Reykhólavefurinn 2012: 480 heimsóknir á dag
Innlit (heimsóknir) á vef Reykhólahrepps á árinu 2012 voru 175.856 eða að meðaltali 480 á dag. Flettingar voru samtals 659.239 eða að meðaltali 1.801 á dag. Vefurinn var opnaður vorið 2008 en vefteljarinn Google Analytics var tengdur við hann 15. ágúst 2008. Frá þeim tíma eru innlit á vefinn samtals 525.934 eða að meðaltali 329 á dag. Nánari sundurliðun kemur fram í töflunni.
Innlit alls | Innlit á dag (meðaltal) | Flettingar alls |
Flettingar á dag (meðaltal) |
|
2008 (139 dagar) |
25.432 |
183 |
107.012 |
770 |
2009 (365 dagar) |
99.845 |
274 |
348.643 |
955 |
2010 (365 dagar) |
93.692 |
257 |
299.361 |
820 |
2011 (365 dagar) |
131.109 |
359 |
532.043 |
1.458 |
2012 (366 dagar) |
175.856 |
480 |
659.239 |
1.801 |
Alls (1.600 dagar) |
525.934 |
329 |
1.946.298 |
1.216 |
Nokkrar tölur um það sem sett hefur verið inn á vefinn frá upphafi og núna til áramóta:
- Fréttir í fréttadálkinum í miðjunni: 2.680.
- Ljósmyndasyrpur: 80 með samtals 1.856 myndum.
- Sjónarmið: 195 pistlar og greinar.
- Fundargerðir hreppsnefndar og undirnefnda sveitarfélagsins: 391, þar af fjölmargar sem eru eldri en vefurinn sjálfur eða allt frá árinu 2003.
- Tilkynningar: Hátt í 200 (nákvæm tala liggur ekki fyrir vegna þess að kerfið geymir ekki nema ákveðinn fjölda og sú elsta hverju sinni dettur út þegar ný kemur inn).
- Auglýsingar: Útbúnir hafa verið um 200 auglýsingaborðar (nákvæm tala liggur ekki fyrir).
- Ótalið er þá margt annað af ýmsu tagi.
Frá upphafi veftalningar Google Analytics 15. ágúst 2008 og núna til áramóta:
- Meðalfjöldi flettinga í hverju innliti er 3,7.
- Meðaltímalengd inni á vefnum í hverri heimsókn er 3 mínútur og 17 sekúndur.
- Heimsóknir (innlit) frá 122 löndum og sjálfstjórnarsvæðum.
Eyvindur, mivikudagur 02 janar kl: 08:37
Alveg magnað og má umsjónarmaður klappa sér á öxlina fyrir stöðugar uppfærslur.