Tenglar

19. apríl 2012 |

Reykhólavefurinn fjögurra ára

Vefur Reykhólahrepps (Reykhólavefurinn) á fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Hann var opnaður öllum á sumardaginn fyrsta 2008, sem þá bar upp á 24. apríl, en hafði áður verið í „prufukeyrslu“ um skeið. Fréttir á vefnum frá upphafi eru 2.174 en að auki hefur verið settur inn á hann urmull fundargerða og tilkynninga og margt annað efni á undirsíðum.

 

  • Heimsóknir á síðasta ári voru 131.109 eða 359 á dag að meðaltali.
  • Flettingar á síðasta ári voru 532.043 eða 1.458 á dag að meðaltali.
  • Heimsóknir það sem af er þessu ári eru 63.738 eða 585 á dag að meðaltali.
  • Flettingar það sem af er þessu ári eru 232.940 eða 2.137 á dag að meðaltali.

 

Athugasemdir

kolbrun lára myrdal, fimmtudagur 19 aprl kl: 19:04

Til lukku með 4 ára afmælið

Eyvindur, fstudagur 20 aprl kl: 07:31

Til hamingju, alveg ómissandi þjónusta.

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 20 aprl kl: 15:12

til hamingju með þetta frábæra starf sem þessi vefur gerir fyrir héraðið. Alveg ómissandi eins og vefstjóri hans.

Ingvar Samuelsson, laugardagur 21 aprl kl: 15:08

Góðan dag .Glæsilegur vefur, enda karlmaður sem sér um hann. kveðja. Ingvar Samuelsson

Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, sunnudagur 22 aprl kl: 20:47

Til hamingju með afmælið. Þetta er einn albesti bæjarvefur landsins og unaður inn að líta.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31