Reykhólavefurinn fjögurra ára
Vefur Reykhólahrepps (Reykhólavefurinn) á fjögurra ára afmæli um þessar mundir. Hann var opnaður öllum á sumardaginn fyrsta 2008, sem þá bar upp á 24. apríl, en hafði áður verið í „prufukeyrslu“ um skeið. Fréttir á vefnum frá upphafi eru 2.174 en að auki hefur verið settur inn á hann urmull fundargerða og tilkynninga og margt annað efni á undirsíðum.
- Heimsóknir á síðasta ári voru 131.109 eða 359 á dag að meðaltali.
- Flettingar á síðasta ári voru 532.043 eða 1.458 á dag að meðaltali.
- Heimsóknir það sem af er þessu ári eru 63.738 eða 585 á dag að meðaltali.
- Flettingar það sem af er þessu ári eru 232.940 eða 2.137 á dag að meðaltali.
kolbrun lára myrdal, fimmtudagur 19 aprl kl: 19:04
Til lukku með 4 ára afmælið