Tenglar

12. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson

Reynir Bergsveinsson látinn

Reynir Bergsveinsson      mynd mbl. Árni Sæberg
Reynir Bergsveinsson mynd mbl. Árni Sæberg

Reynir Bergsveinsson fyrrum bóndi í Fremri Gufudal lést þann 6. apríl s.l. á sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir stutta baráttu við krabbamein á lokastigi.

 

Reynir var fæddur 30. nóv. 1938, sonur hjónanna í Gufudal, Bergsveins Finnssonar og Kristínar Sveinsdóttur. Hann hóf búskap í Fremri Gufudal árið 1958 og bjó þar til 1981.

 

Börn hans og Guðlaugar Guðbergsdóttur eru 7, Þröstur Guðberg, Svandís Berglind, Erla Þórdís, Hrafnhildur Erna, Bergsveinn Grétar, Sævar Ingi og Herdís Rósa.

 

Reynir var mikið náttúrubarn og hafði mikla þekkingu og skilning á samspili hinna mörgu þátta í náttúrunni, svo sem veðurfari, gróðri, en ekki síst dýralífi. Hann var slyngur veiðimaður og bar virðingu fyrir bráðinni, líka þegar hann var á refaveiðum, þá var gjarna leikin eins konar „refskák“ sem lauk yfirleitt þannig að refurinn tapaði.

 

Seinni árin fékkst Reynir við minkaveiðar vítt og breitt um landið og náði feikilega góðum árangri í að fækka í stofninum, sem byggðist á afburða þekkingu hans á háttalagi og eðli minksins.

 

Í nýjasta Bændablaðinu, bls.45 er kveðja frá börnunum hans.

Athugasemdir

SiggiDiddi, fstudagur 13 aprl kl: 16:07

Samíðarkveðjur til barna hanns og fjölskyldna þeirra og annara ættinga

Stefán Skafti Steinólfsson, fstudagur 13 aprl kl: 23:02

Mikil kempa og veiðimaður allur. Votta börnum hans og fjölskyldum samúð.

Eyrún Guðnadóttir, laugardagur 14 aprl kl: 15:10

Góður og ljúfur maður var hann alltaf til búinn að tala við mann þar sem við hitumst og Hrútey var hans staður sem hönum leið vel að vera sjá kollunar koma upp með ungana sína þar sem hann var að passa upp á vargurinn komast ekki að þeim. Blessuð sé mininng hans han er ljós í lífi okkar kæru vinir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30