Reynir Bergsveinsson látinn
Reynir Bergsveinsson fyrrum bóndi í Fremri Gufudal lést þann 6. apríl s.l. á sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir stutta baráttu við krabbamein á lokastigi.
Reynir var fæddur 30. nóv. 1938, sonur hjónanna í Gufudal, Bergsveins Finnssonar og Kristínar Sveinsdóttur. Hann hóf búskap í Fremri Gufudal árið 1958 og bjó þar til 1981.
Börn hans og Guðlaugar Guðbergsdóttur eru 7, Þröstur Guðberg, Svandís Berglind, Erla Þórdís, Hrafnhildur Erna, Bergsveinn Grétar, Sævar Ingi og Herdís Rósa.
Reynir var mikið náttúrubarn og hafði mikla þekkingu og skilning á samspili hinna mörgu þátta í náttúrunni, svo sem veðurfari, gróðri, en ekki síst dýralífi. Hann var slyngur veiðimaður og bar virðingu fyrir bráðinni, líka þegar hann var á refaveiðum, þá var gjarna leikin eins konar „refskák“ sem lauk yfirleitt þannig að refurinn tapaði.
Seinni árin fékkst Reynir við minkaveiðar vítt og breitt um landið og náði feikilega góðum árangri í að fækka í stofninum, sem byggðist á afburða þekkingu hans á háttalagi og eðli minksins.
Í nýjasta Bændablaðinu, bls.45 er kveðja frá börnunum hans.
SiggiDiddi, fstudagur 13 aprl kl: 16:07
Samíðarkveðjur til barna hanns og fjölskyldna þeirra og annara ættinga