Tenglar

30. desember 2017 | Sveinn Ragnarsson

Reynir frá Hríshóli látinn

Reynir Halldórsson,  mynd Steinunn Matthíasdóttir
Reynir Halldórsson, mynd Steinunn Matthíasdóttir

 

Reynir Halldórsson frá Hríshóli lést þann 26. desember á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal.

 

Tímans þungi niður tók hann með sér úr þessum heimi eftir snögga rimmu við illvígt krabbamein sem greindist seinni hluta október. Erfiður lokakafli á tæplega 92ja ára langri ævi við góða heilsu þrátt fyrir þröngan kost í æsku. Seiglu og æðruleysi bar hann með sér alla tíð en tilfinningarnar hafði hann fyrir sjálfan sig.

 

Það var stutt milli þess að þeir kvöddu bræðurnir frá Hríshóli, Garðar Halldórsson lést 20. okt. á Akranesi

   

Útför Reynis verður frá Reykhólakirkju, föstudaginn 5. janúar kl. 13.

  

Athugasemdir

Simon Petur, laugardagur 30 desember kl: 20:40

Reynir var mesta snyrtimenni sem ég hef kynnst og bar allt umhverfi Hríshóls vott um þá næmu smekkvísi hans. Um leið og ég skrifa þessar fátæklegu minningarorð brosi ég út í annað að sögum og tilsvörum hans sem voru hnitmiðuð og oftast sprenghlægileg. Þægilegur í viðmóti og bóngóður þeim sem leituðu til hans með greiða. Reynis minnist ég með hlýju og sökunuði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30