Tenglar

8. janúar 2016 |

Reynir frá Hríshóli níræður

Reynir Halldórsson.
Reynir Halldórsson.

Reynir Halldórsson frá Hríshóli í Reykhólasveit er níræður á sunnudag, 10. janúar. Í tilefni þess efnir hann til kaffiboðs á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal kl. 15 á afmælisdaginn. Allir sem vilja koma og gleðjast með honum eru velkomnir.

 

Reynir er fæddur í Vestmannaeyjum en ólst upp á Hríshóli og bjó þar ásamt Gíselu eiginkonu sinni allt þangað til þau fluttust í Búðardal árið 2002. Konu sína missti hann árið 2008. Þau eignuðust tvö börn og samtals eru afkomendurnir orðnir tíu.

 

Athugasemdir

Bjarni, f�studagur 08 jan�ar kl: 13:15

Hjartans hamingjuóskir með níræðis afmælið.
Bestu kveðjur, Bjarni Ólfsson

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Apr�l 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30