8. janúar 2016 |
Reynir frá Hríshóli níræður
Reynir Halldórsson frá Hríshóli í Reykhólasveit er níræður á sunnudag, 10. janúar. Í tilefni þess efnir hann til kaffiboðs á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal kl. 15 á afmælisdaginn. Allir sem vilja koma og gleðjast með honum eru velkomnir.
Reynir er fæddur í Vestmannaeyjum en ólst upp á Hríshóli og bjó þar ásamt Gíselu eiginkonu sinni allt þangað til þau fluttust í Búðardal árið 2002. Konu sína missti hann árið 2008. Þau eignuðust tvö börn og samtals eru afkomendurnir orðnir tíu.
Bjarni, fstudagur 08 janar kl: 13:15
Hjartans hamingjuóskir með níræðis afmælið.
Bestu kveðjur, Bjarni Ólfsson