Tenglar

7. mars 2016 |

Reynslan af þang- og þaratekju sniðgengin

Þörungaverksmiðjan / ÁG 2013.
Þörungaverksmiðjan / ÁG 2013.

Það er ófrávíkjanleg krafa okkar, ófrávíkjanleg sanngirniskrafa, að tekið verði tillit til sérstöðunnar og samfélagsins hér, sem hefur byggst kringum öflun og nýtingu þangs og þara í 40 ár. Það væri algjörlega óábyrgt að gera það ekki og grafa þar með undan því sem hér hefur verið unnið og þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Reykhólum.

 

Þannig er komist að orði í niðurlagi rökstuddrar umsagnar Reykhólahrepps til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni og reglugerð varðandi nýtingu á sjávargróðri. Í umsögninni segir einnig m.a.:

 

Í fyrstu drögum að reglugerð um sjávargróður er ekki viðurkennd sú reynsla og þekking sem þang- og þaratekja á Reykhólum hefur aflað. Engin vísbending er um að reynt verði að tryggja að Þörungaverksmðjan á Reykhólum fái á einhvern hátt að njóta forgangs vegna þessarar reynslu, sérhæfingar, þekkingar og sérstöðu á allan hátt.

 

Undirstaða þorpsins á Reykhólum er háð því að varlega verði farið í leyfisveitingum og tekið verði tillit til áratuga reynslu og sérhæfingar í öflun og vinnslu á þangi og þara.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps vill beina því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, að þeir sem um þetta mál fjalla hyggi vel að því, að Reykhólahreppur á mjög mikið undir vönduðum og faglegum undirbúningi. Samfélagið sem byggst hefur kringum Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum stendur og fellur með þeim ákvörðunum sem teknar verða í þessum efnum í ráðuneytinu og á Alþingi.

 

Umsögnina má lesa hér í heild

 

Þörungavinnsla: Lítið svigrúm fyrir fleiri

Þörungaverksmiðja í Stykkishólmi í undirbúningi

Samkomulag um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar

Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað?

Óttast ofnýtingu þörunga í Breiðafirði

 

Athugasemdir

Halldóra Þórðardóttir, rijudagur 08 mars kl: 01:09

Reynum að standa saman Vestfirðingar í þessu máli eins og öðrum, sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.

María, rijudagur 08 mars kl: 17:56

Það sem kemur mest á óvart í drögunum er að ekki skuli vera byggt á auðlindalögunum sem til dæmis eiga við kalkþörungavinnslu. Þau lög geta gilt um hvers konar auðlind sem er. Þá er ákveðið heildarmagn og áhrif tekjunnar á vistkerfið með rannsóknum og auðlindagjald ákvarðað, ýmist til eigenda sjávarjarða ef slegið er þang eða til ríkis ef sleginn er þari.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30