Tenglar

24. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Reynum að taka þessu með stóískri ró

Skriðan í Kjálkafirði.
Skriðan í Kjálkafirði.

„Þetta er eins og þrír snjóflóðavarnargarðar. Gárungarnir sögðu að nú væri kominn flottur ofaníburður fyrir vegina. En þetta eru hræðilegar hamfarir. Það er skelfilegt að sjá þetta. Það þurfti að setja á aukaferð með ferjunni Baldri því margir eru á ferð og flugi núna, kirkjukórinn er að fara til útlanda og kórfélagar ætluðu að leggja af stað í gær og í dag. Margir ætluðu að keyra svo ferjan þurfti að fara aukaferð,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstóri í Vesturbyggð, en Vestfjarðarvegur 60 um Kjálkafjörð lokaðist í gær þegar skriða féll á veginn og lokaði honum.

„Við reynum að taka þessu með stóískri ró, það er ekkert annað hægt. Þetta hefur áhrif á þá flutninga sem fara fram á landi, til dæmis laxinn sem hefur verið keyrður í burt ásamt því að fara með Baldri. Þetta er alltaf slæmt,“ segir Ásthildur, en hún segir það mestu mildi að ekki varð manntjón í slysinu. „Þetta er vinnusvæði og einhver vernd hefur verið yfir starfsmönnum Suðurverks.“

Ekki urðu slys á fólki en einhverjar skemmdir urðu á vinnuvélum. Unnið er hörðum höndum að því að opna veginn en atvikið má rekja til framkvæmda sem standa yfir á svæðinu. Áætlað er að um 150 þúsund rúmmetrar hafi fallið úr hlíðinni og skriðan á veginum var um 30 metra þykk.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31