Tenglar

3. júlí 2012 |

Rifjuðu upp tímann fyrir meira en hálfri öld

„Við erum hæstánægð, þetta tókst afskaplega vel og samkvæmt okkar björtustu vonum“, segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra um hátíðina í tilefni af 65 ára afmæli Hótels Bjarkalundar um helgina. Ekki spillti að veðrið lék við mannskapinn. Hátt í 400 manns voru í grillveislunni á föstudagskvöld og vel á annað hundrað manns í hátíðarkvöldverðinum á laugardag. Bjarkalundi bárust margar góðar gjafir og blómvendir en hér skal aðeins getið um gestabók með útskornum spjöldum frá Barðstrendingafélaginu og blómakörfu frá Reykhólahreppi. Þess má geta, að þarna hittust og rifjuðu upp gömlu tímana fjórar eða fimm konur sem höfðu starfað í Bjarkalundi fyrir meira en hálfri öld.

 

„Þetta var óskaplega skemmtilegt,“ segir Kolbrún.

 

Myndirnar frá afmælishátíðinni sem hér fylgja tók Þórarinn Ólafsson. Margar fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31