Tenglar

29. október 2010 |

Ríkið komi til móts við sveitarfélög

Frá fundinum. Mynd: vesturbyggd.is.
Frá fundinum. Mynd: vesturbyggd.is.
Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum krefjast þess að ríkið fari í langtíma fjárhagsáætlunargerð sem komi til móts við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Þetta kom fram á árlegum fundi sveitarstjórnarmanna með þingmönnum kjördæmisins sem haldinn var á Patreksfirði í fyrradag. Þar var fjallað sérstaklega um fjármál sveitarfélaga og mótmæltu sveitarstjórnarmenn niðurskurði á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að fundi loknum héldu sveitarstjórnarmenn og þingmenn opinn íbúafund um atvinnumál á suðursvæði Vestfjarða, sem um 500 manns sóttu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31