Tenglar

26. nóvember 2009 |

Ríkið með Silfurtún í Búðardal í fjársvelti

Séð til Búðardals og yfir Hvammsfjörð.
Séð til Búðardals og yfir Hvammsfjörð.
Stjórnendur Dalabyggðar hafa lengi verið óánægðir með það hvernig ríkið hefur staðið við sínar skuldbindingar varðandi Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Grímur Atlason sveitarstjóri bendir á til samanburðar, að í Reykhólahreppi, sem sé þrisvar sinnum minna sveitarfélag, sé dvalarheimili með tólf hjúkrunarrýmum á móti átta í Dalabyggð. Grímur segir að sveitarfélagið vilji bæði fá fjölgun hjúkrunarrýma viðurkennda sem og leiðréttingu aftur í tímann. Dalabyggð hefur farið fram á viðræður við félagsmálaráðuneytið um framtíðarrekstur heimilisins.

 

Á Silfurtúni er aðstaða fyrir 15 vistmenn. Þar af eru átta hjúkrunarrými en sjö dvalarrými. Grímur segir að í raun séu öll pláss nýtt sem hjúkrunarrými en vandinn sé sá að ríkið greiði aðeins fyrir átta. Töluvert meiri kostnaður fylgir hjúkrunarrými en dvalarrými. Því hefur myndast gat í fjárhag Silfurtúns sem komið hefur í hlut Dalabyggðar að stoppa í.

 

Grímur segir að við þetta verði ekki unað. Sautján milljóna króna halli hafi verið á dvalarheimilinu á síðasta ári vegna þess að ríkið hafi ekki staðið við sínar skuldbindingar. Uppsafnað sé það um hundrað milljónir króna í gegnum árin sem Dalabyggð hafi í raun greitt fyrir íslenska ríkið.

 

Þetta kom fram í Svæðisútvarpi RÚV.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31