5. apríl 2011 |
Ríkisstjórnin á Ísafirði og ræðir málefni Vestfirðinga
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á Ísafirði í dag. Sérstaklega verður fjallað um atvinnumál á Vestfjörðum og tillögur stjórnarinnar til að efla atvinnulíf og byggð í þessum landshluta. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Íslands heldur fund á Vestfjörðum. Í þessari heimsókn mun ríkisstjórnin einnig ræða við sveitarstjórnarfólk og kynna sér stofnanir á sviði atvinnuþróunar, vísindarannsókna og menntamála.
Á fréttavefnum visir.is sagði í gærkvöldi, að aðilar vinnumarkaðarins undruðust að ríkisstjórnin skyldi fara út á land þegar viðræður um kjarasamninga væru á viðkvæmu stigi.