Tenglar

22. maí 2012 |

Rjúpa rembist á Reykhólum - myndskeið

Orðalagið að rembast eins og rjúpan við staurinn passar ekki við þetta myndskeið (sjá neðar) þar sem rjúpukarri rembist við gluggann hjá Dísu Sverrisdóttur við Hellisbraut á Reykhólum. Ástæða rembingsins var ekki heldur valur í vígahuga og karrinn var ekki að reyna að komast inn - hann var að verja óðal sitt og hænur fyrir keppinautnum sem hann sá í spegilmynd sinni í rúðunni og vísa honum burt. Dísa var nýbúin að reka karrann og fylgihænur hans tvær af pallinum við húsið svo að þau skitu þar ekki allt út.

 

Naumast var Dísa búin að snúa sér við þegar karrinn var kominn aftur og lagðist til atlögu við spegilmynd sína í glugganum. Kolfinna Ýr í næsta húsi var úti við snúrur og fylgdist þaðan með áhlaupinu en Dísa fylgdist með inni og myndaði. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, tengdasonur Dísu og Jóns Atla Játvarðarsonar, setti upptökuna síðan á YouTube.

 

Smellið hér til að sjá myndskeiðið - hafið hljóðið á fullu!

 

Dísa hefur áður kynnst svipuðu. Þá sat hún við tölvuna í skoti sínu í austurendanum á húsinu þegar karri gerði sams konar áhlaup ropandi og goggandi á gluggann bak við skjáinn.

 

Þeim sem átta sig ekki á því hvers vegna karrinn djöflast svona á rúðu verður kannski hugsað til þessarar alþekktu söngvísu:

 

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn.
„Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!“
„Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.“

 

Og kannski setja þeir karrann í staðinn fyrir héraskinnið og jafnvel Jón Atla í staðinn fyrir jólasveininn þó að komið sé sumar.

 

Líka verður kannski einhverjum hugsað til Óhræsisins eftir Jónas Hallgrímsson. Óhræsið hjá Jónasi er auðvitað „gæðakonan góða“.

 

P.s.: Úr því að ferð fellur - nýjasta afurð áðurnefnds Jóns Atla undir stuðlum er komin hér á vefinn. Þar kveður hann sem fyrr um forseta vorn. Sjá: Marhnútur gapir í síðasta sinn.

 

Athugasemdir

Jóna Magga, fstudagur 25 ma kl: 09:42

Eitt vorið varð pabba það á að leggja Econolinebílnum sínum við hliðina á öðrum. Rjúpukarri settist á þann lægri og sá þa´blasa við spegilmynd sína. Hann réðist af mikilli heift á andstæðinginn og linnt ekki látum fyrr en hann örmagnaðist, lá á milli bílanna í langan tíma. Það stórsá á lakkinu á skólabílnum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31