Tenglar

16. nóvember 2012 |

Rjúpan í ginið á villiketti?

Rjúpur / Wikipedia.
Rjúpur / Wikipedia.

Jörðin Klettur í Geiradal bætist á listann yfir jarðir í Reykhólahreppi þar sem skotveiði er bönnuð. „Öll hlið að bænum eru vel merkt að óheimil sé öll skotveiði á jörðinni en aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir Hreggviður Þorsteinsson, sem er í forsvari fyrir Klett.

 

Fleiri en skotveiðimenn stunda þó rjúpnaveiði hérlendis.

 

„Það hefur verið hópur af rjúpum heima á hlaði hjá okkur til margra ára, nema hvað svo brá við að þessu sinni að rjúpa á hreiðri með 12 eggjum hvarf og engar rjúpur sáust heima við hús í ár,“ segir Hreggviður. „Náttúrufræðistofnun heldur helst að rjúpan hafi lent í kjaftinum á einhverju villidýri. Gæti jafnvel hafa verið villiköttur en þá höfum við orðið vör við öðru hverju“, segir hann.

 

Listi yfir jarðir í Reykhólahreppi sprettur upp þegar smellt er á borða með auglýsingum um veiðibann sem birtast á víxl við aðra hér fyrir ofan og neðan efstu frétt. „Af tæknilegum ástæðum“ verður ekki hægt að bæta Kletti í Geiradal á þann lista fyrr en eftir helgi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31