4. nóvember 2016 | Umsjón
Rjúpnaveiði og rjúpnaveiðibann
Núna er önnur helgin af fjórum í röð á rjúpnaveiðitímabilinu 2016. Veiðidagarnir eru þrír í senn, eða föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Eins og hér hefur komið fram hafa borist tilkynningar um bann við rjúpnaveiði í landareignum Þórisstaða, Grafar í Þorskafirði, Kinnarstaða, Berufjarðar, Skáldstaða og Hafrafells 3 í Reykhólahreppi.
Upplýsingar og tilmæli varðandi rjúpnaveiðina (Umhverfisstofnun)
Ingi B Jónasson, rijudagur 08 nvember kl: 20:28
er hægt að bæta Þórisstöðum við rjúpnaveiðibann ? var of seinn að ákveða mig