Tenglar

30. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Rjúpnaveiðibann - uppfært

Rjúpnaveiði og önnur skotveiði er stranglega bönnuð í landareignum þeirra jarða í Reykhólahreppi sem taldar eru hér fyrir neðan. Fylgst er með því eins og kostur er hvort gegn banninu er brotið. Ef eigendur eða umráðamenn vilja tilkynna hér um veiðibann á fleiri jörðum í hreppnum má senda tölvupóst í netfangið vefstjori@reykholar.is eða hringja í síma 892 2240. Þá verður þessi listi uppfærður jafnóðum.

 • Króksfjarðarnes
 • Gillastaðir
 • Hafrafell 3
 • Skáldstaðir
 • Berufjörður
 • Hyrningsstaðir
 • Kinnarstaðir
 • Skógar
 • Múli í Þorskafirði
 • Þórisstaðir
 • Gröf í Þorskafirði
 • Skálanes
 • Kleifastaðir

Ástþór Ágústsson í Múla í Ísafirði (innst í Ísafjarðardjúpi) biður um að eins og undanfarin ár verði vakin athygli á því sem hann sendi til birtingar hér á vefnum á sínum tíma varðandi Kollafjarðarheiði. Það sé enn í fullu gildi. Þar segir hann:

Á undanförnum árum hefur borið á því að veiðimenn komi upp á Kollafjarðarheiði úr Kollafirði og séu að skjóta á heiðinni og víðar án leyfis. Meðal annars hefur orðið vart við veiðimenn í landi Múla í Ísafirði, sem er þó í allnokkurri fjarlægð frá vegslóðanum á heiðinni. Mér datt í hug hvort þú gætir sett á listann að þeir veiðimenn sem ætla sér á Kollafjarðarheiði kynni sér hvar lönd jarða liggja og veiði aðeins þar sem leyfi liggur fyrir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31