Tenglar

28. október 2011 |

Rjúpnaveiðibann á ýmsum jörðum í Reykhólahreppi

Rjúpnaveiðitíminn þetta árið hófst í dag. Eins og áður er rjúpnaveiði stranglega bönnuð í lendum ýmissa jarða í Reykhólahreppi. Lista yfir þær má sjá með því að smella á auglýsinguna neðan við efstu frétt hér á síðunni (birtist handahófskennt til skiptis við aðrar auglýsingar). Fylgst verður með því eins og kostur er hvort brotið verður gegn banninu. Ef einhverjir eigendur eða umráðamenn vilja bæta jörðum í hreppnum á þennan lista geta þeir sent póst eða hringt í síma 892 2240.

 

Rjúpnaveiði, þar sem hún er á annað borð leyfð, er aðeins heimil í níu daga samtals að þessu sinni vegna afkomubrests í stofninum. Í fyrra voru veiðidagarnir átján. Í fyrstu lotu eru veiðar heimilar núna frá föstudegi til sunnudags en síðan laugardag og sunnudag í þrjú skipti í næsta mánuði og síðasti dagurinn 27. nóvember.

 

Athugasemdir

Þóra Mjöll Jensdóttir, mnudagur 31 oktber kl: 21:41

Vildi óska að ég gæti bannað hana heima hjá mér í Mýrartungu :( ! Mer finst eins og það ætti að banna rjupnaveiði alveg i nokkur ár í staðin fyrir þessa græðgi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31