Rjúpnaveiðibann í Reykhólahreppi
Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi;
Kinnarstöðum,
Skógum,
Gröf,
Múla í Þorskafirði,
Þórisstöðum,
Hyrningsstöðum,
Berufirði,
Skáldsstöðum,
Hafrafellslandi 3.
Gillastöðum.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrirkomulag rjúpnaveiða fyrir árið 2022. Þannig verður veiðitímabilið á þessu ári frá 1. nóvember til og með 4. desember.
Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en eins og síðustu ár er veiðibann á miðvikudögum og fimmtudögum.
Ekki verður heimilt að hefja veiði á rjúpu fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða og skal veiði eingöngu standa á meðan birtu nýtur.