Tenglar

1. desember 2008 |

Rjúpnaveiðin: Hátt hlutfall unga á Vestfjörðum

Karri í kjarri.
Karri í kjarri.

Rjúpnaveiðitímanum lauk núna um mánaðamótin. Að þessu sinni stóð hann allan nóvembermánuð fjóra daga vikunnar og voru veiðidagarnir því átján eins og á síðasta ári. Hlutfall unga í veiðinni er svipað og þegar rjúpan er í uppsveiflu, að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Ólafur hefur aldursgreint vængi rjúpna sem veiðimenn hafa sent stofnuninni. Nú þegar hafa tæplega 900 vængir verið greindir og er ungahlutfallið 77%. Flestir vængir hafa borist frá Norðausturlandi, eða 436, og þar er ungahlutfallið 76%. Næst koma Vestfirðir með 254 vængi og þar er ungahlutfallið 82%. Mun færri vængir hafa borist frá öðrum landsvæðum.

 

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

 

Ólafur K. Nielsen segir að í fyrra hafi borist vængir af um 2.500 fuglum. Veiðimenn skila gjarnan vængjum í desember og janúar, eða eftir að þeir hafa gert að rjúpunum. Nú hefur Skotvís heitið GPS-tæki í verðlaun fyrir skil á vængjum og verður dregið 2. janúar úr nöfnum þeirra sem senda inn vængi.


Myndin sem hér fylgir er hluti af mynd eftir Daníel Bergmann ljósmyndara á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31