20. október 2011 |
Rjúpurnar í Árbæ
Þessi fallega rjúpa setti sig niður á eldhúsgluggasyllunni í Árbæ einn daginn í hádeginu og sat þar góða stund. Því var líkast að hana langaði í blómið rauða fyrir innan gluggann. „Hér í Árbæ eru yfir 30 rjúpur búnar að vera að vappa á hlaðinu í allt haust. Nú fer veiðitímabilið því miður að hefjast. Vonandi verða þær rólegar hér áfram en enda ekki sem jólamatur hjá einhverjum“, segir Ása Stefánsdóttir í Árbæ, sem tók myndirnar bæði inni í eldhúsi og af rjúpnahópnum fyrir utan.