Tenglar

21. ágúst 2008 |

Röðun jarðganga: „Eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga segir að umræða um breytta forgangsröðun í jarðgangagerð á Vestfjörðum komi honum á óvart. Í fyrrakvöld var í Ríkisútvarpinu haft eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra, eins og hér kom fram, að þrýst væri á hann að flýta gerð jarðganga á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en fresta í staðinn gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

„Þetta er eins og þruma úr heiðskíru lofti", segir Halldór í samtali við bb.is á Ísafirði í dag. „Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt á Vestfjörðum eftir viðtalið og það kannast enginn við að hafa rætt þetta við ráðherra með þessum hætti." Þá segir Halldór að heimildamenn hans fullyrði að enginn í þeirra sveitarfélögum hafi þrýst á ráðherra um breytta forgangsröðun.

„Það vildi nú svo til að ég sat með samgönguráðherra þegar viðtalið kom í útvarpinu og ég sagði honum strax að þetta kæmi flatt upp á mig, því sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt þessa stefnu, fyrst árið 1997 og svo ítrekað á fjórðungsþingum. Það er sérstök samgöngunefnd að störfum með fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum og þetta hefur ekki verið til umræðu þar. Þannig að ég veit ekki við hvern ráðherra er að tala."

Segir Halldór auk þess að það sé hagsmunamál fyrir Vestfirðinga að farið verði að þeirri áætlun sem liggur fyrir. „Samkvæmt byggðaáætlun á Ísafjarðarbær að vera byggðakjarni fyrir Vestfirði og til þess þarf almennilegar samgöngur á milli norður- og suðursvæðis."

Samgönguráðherra hyggst ræða málið á komandi Fjórðungsþingi Vestfirðinga í haust. Tók hann það fram í samtali við bb.is í gær að margir hefðu einnig mælst til þess við hann að kúrsinum yrði haldið og hvergi hvikað.

 

Bæjarins besta - bb.is

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 23 gst kl: 13:24

Þetta er eins og þruma úr heiskíru lofti segir bæjarstjórinn á Ísafirði...gott og vel...hefði þessum unga manni úr Ögurhrepp ekki verið nær að líta til lofts á sínum uppvaxtarárum og mæna þau himinháu fjöll sem umlykja hans æsku umhverfi...jú kanski hefur hann gert það...ég man þá tíð er ég var í Héraðskólanum í Reykjanesi að ófært var með öllu á landi um Djúp...póst og farþegabáturinn Fagranes sá um samgöngur og aðdrætti fyrir búsmalan sem bjó í sunnan og norðanverðu Djúpi...en þarna bjó fólk með hugsjón...hugsjón um bættari samgöngur..hvar átti að bera niðu...jú flestallir sem ég þekkti þá í Reykjafjarðahreppi töluðu um styttsta veg til sameiginlegrar tengingar á Vestfjörðum..um Kollafjarðaheiði..virkja saman vit og vegstyttingu...nei sko það var gengið hús úr húsi á Ísafirði, Hnífsdal, og Bolungarvík....einhver bílstjóra auli sem bar undir fólk hvort það vildi varanlegar samgöngur til Suðvestur-hornsins...jú að sjálfsöðu skrifuðu allir undir þetta...enda frelsinu fegnir að fá götu til að ganga á...upp úr þessum söfnunarpoka kom svo tilaga Framsókknarmanna að fara um Djúp og Steingrímsfjarðaheiði....alltaf skal framsókn að takast að ata fíflum á fenið!...nú var björninn unnin og allir kampakátir...þar til kom að haustmánuðum að þessi töfraleið lokaðist í fyrstu snjóum....nei þá mátti leiða framm á völlinn öll helstu snjómoksturs tæki og halda þessari leið opinni með kostnaði sem í dag dyggði til að leggja varanlegt slitlag á 60-70% malarvega á Vestfjörðum....Tilaga þáverandi yfirverkfræðings vegagerðarinnar á Ísafirði...og var merkt í hans skjali no 1....fara um Laugarbólsdal...yfir snjólausan háls sem heitir Kollafjarðaheiði....var hent út af borðinu vegna pólitíkur....leið Framsóknar um Strandir var talin arðbærari vegna athvæða...allir þingmenn fjórðungsins stóðu sem ein blokk! það mátti ekki gerast að Suðurfirðir Vestfjarða yrðu tengdir við vegakerfið...hreint ekki!! Svo verður til þetta 25 ára baráttumál bæði A-Barðstrendinga og ekki hvað síðst fyrir frábæra framgöngu okkar baráttujaxl sem var heilsugæslulæknir í Búðardal og einnig fyrir A-Barð...Sigurbjörn nokkur Sveinsson....hanns framlag og framtíðarsín hefur ekki enn hlotið þann dóm...sem hann á skylið fyrir sýna baráttu og einurð um bættar samgöngur....sömuleiðis Ingibjörg Kristjánsdóttir Hjúkrunnarfræðingur í Garpsdal...ekki eru þessum frumherjum hampað! einhverjum aumari hefur nú verið útdeilt fálkaorðunni fyrir minna en það sem þetta fólk hefur gert! Nei svo ég snúi mér að því sem bæjarstjórinn á Ísafirði er að furða sig á...þá kemur mér þetta ekkert á óvart...að framlengdur og hraðlýgin ráðherra frá samgöngumálum láti gammin geysa og gefi ykkur langt nef....annað væri ekki við hæfi...hann ætlaði að jafna fluttningskostnað um land allt....ætlaði að setja á strandfluttninga...tálsýn og töfrabrögð manna sem ætla að komast til valda.....Halldór ....taktu nú af skarið af kertinu þínu og láttu svo þjóð mína og þína vita hvað þú villt...getur ekki setið undir að vera formaður Sambands Ísl.Sveitafélaga..án þess að taka afgerandi afstöðu í samgöngumálum þessa landsfjórðungs....það vita allir Vestfirðingar að það er að skeina drullugan rass að álpast yfir eina heiðina enn til að komast á jörðina....Segðu mér nú eitt...afhverju er það höfuðkostur að komast frá Hólmavík til Gilsfjarðar-brúar? Í lokin...ég fer aldrei ofan af því að Vestfirðingar hafa aldrei haft neitt sameiginlegt og afgerandi frumkvæði í sambandi við samgöngur.. né atvinnuveg...beðið eftir sposlum að sunnan...þingmönnum með vélráð og illaliktandi samvisku.
Kv. Þorgeir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30