Tenglar

20. október 2009 |

Rokkhátíðin Slátur og Haustfagnaður sauðfjárbænda

Grjóthrun í Hólshreppi.
Grjóthrun í Hólshreppi.
Rokkað verður í Dölum á föstudagskvöld þegar saman koma í Dalabúð í Búðardal nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður. Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent Fresco, Reykjavík!, Grjóthrun í Hólshreppi og Black Sheep. Allar hljómsveitirnar fá greitt í dilkum og sviðakjömmum eins og hver maður torgar.

 

Frábær tónlist, gleði, kjöt og stuð! segir í tilkynningu. Enn fremur segir þar: Já, og það skal ítrekað: Það kostar ekkert inn og rúsínan í pylsuendanum er frábær dagskrá alla helgina í tengslum við Haustfagnaðinn: Hrútasýning, hagyrðingakvöld, sviðaveisla, knattspyrnumót, Íslandsmeistaramótið í rúningi og fleira og fleira.

 

Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal verður síðan opnuð almenningi á ný. Hún var síðast notuð í kringum 1870 en lenti þá í grjóthruni og hefur ekki til hennar spurst síðan þar til nú. Það verður að teljast merkilegt að hún skuli vera opnuð aftur 140 árum síðar.

 

Og Dalamenn ljúka tilkynningu sinni með þessari áskorun: Komdu í Dalina, baðaðu þig í Guðrúnarlaug, skoðaðu hrúta og taktu Slátur!

 

Nánar hér (pdf-skjal) um dagskrá Haustfagnaðar í Dölum.

 

Á myndinni er hljómsveitin Grjóthrun í Hólshreppi að spila á miðri Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Vinstra megin er Grímur Atlason sveitarstjóri í Dalabyggð en til hægri með hattinn er læknirinn og gleðigjafinn þjóðkunni Lýður Árnason.

 

Athugasemdir

lýður árnason, fimmtudagur 22 oktber kl: 02:12

Flott síða og falleg. Blekbændur mættu vera fleiri.
Kveðja, LÁ

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30