Tenglar

26. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Rúllupylsukeppnin: Sömu sigurvegarar enn á ný

Hafdís og Matthías ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
Hafdís og Matthías ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
1 af 14

Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson búendur í Húsavík við Steingrímsfjörð sigruðu þriðja árið í röð í rúllupylsukeppninni sem að þessu sinni var haldin í Þurranesi í Saurbæ um síðustu helgi. Þar með hafa þau unnið í öll skiptin sem keppnin hefur verið haldin. Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. stóðu fyrir keppninni, sem haldin er til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð. Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

 

Fyrsta sætið hlutu þau Hafdís og Matthías fyrir sígilda og vel útfærða rúllupylsu, Paradís. Önnur verðlaun hlaut þararúllupylsan Rán, einnig frá Matthíasi og Hafdísi. Þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Pálsdóttir í Hvítadal með Gibbu, bragðgóða og sígilda rúllupylsa. Gestir kusu um bestu pylsuna og hlaut Harpa, gerð af Hinriki Carli Ellertssyni, sérstaka viðurkenningu. En eins og vera ber var smekkur gesta ólíkur og skiptar skoðanir um hver væri besta pylsan.

 

„Við áttum alls ekki von á því að vinna í Þurranesi, þar voru margar mjög góðar rúllupylsur,“ segir Hafdís Sturlaugsdóttir. Aðspurð um galdurinn við rúllupylsugerðina hjá þeim hjónum segir hún:

 

„Þegar við gerum rúllupylsu, þá fituhreinsum við slögin svolítið og himnudrögum þau. Síðan höfum við látið hugmyndaflugið ráða hvaða krydd við notum eða hvernig við verkum slögin. Sumt hefur heppnast og annað ekki. Galdurinn er líklega að þora að prófa sig áfram með þær hugmyndir sem maður fær.“

 

Þaulsetur og Slow Food Ísland þakka Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna, Ferðaþjónustunni í Þurranesi, Landssambandi sauðfjárbænda og Gillastaðabændum aðstoð og stuðning við framkvæmd keppninnar.

 

Myndirnar sem hér fylgja tóku Dominique Plédel Jónsson og Valdís Einarsdóttir.

 

Sjá einnig:

07.11.2014 Þriðja rúllupylsukeppnin verður í Þurranesi

21.11.2013 Rúllupylsukeppnin haldin í Sævangi

02.12.2012 Verður nú vart aftur snúið (fyrsta rúllupylsukeppnin var haldin í Króksfjarðarnesi)

 

 Hvað er Slow Food?

Þaulsetur sf.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30