Tenglar

2. desember 2012 |

Rúllupylsukeppnin: „Verður nú vart aftur snúið“

Svipmyndirnar frá jólamarkaðinum og rúllupylsukeppninni tóku Valdís Einarsdóttir og Sveinn Ragnarsson.
Svipmyndirnar frá jólamarkaðinum og rúllupylsukeppninni tóku Valdís Einarsdóttir og Sveinn Ragnarsson.
1 af 16

Eins og hér var greint frá var nýjung á ferðinni á síðari laugardegi jólamarkaðarins í Króksfjarðarnesi í gær: Rúllupylsukeppni. Að sögn Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal bárust rúllupylsur í keppnina úr ýmsum áttum - að sjálfsögðu úr Reykhólahreppi og Dölum og norðan af Ströndum, og allt sunnan af Suðurnesjum. Dómurum var vandi á bragðlaukum en niðurstaðan varð þessi:

 

Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum hlutu fyrsta sætið fyrir léttreykta rúllupylsu. Þau fengu líka önnur verðlaun fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenningu fékk rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.

 

Rúllupylsudómarar voru Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food á Íslandi, og Ómar B. Hauksson, kjötiðnaðarmeistari í Borgarnesi. Á sumum myndanna sem hér fylgja má sjá þau að störfum.

 

Gestir á jólamarkaðinum fengu auðvitað að smakka á rúllupylsunum líka.

 

Fram kemur á vef Dalabyggðar, að hugmyndin að keppninni hafi kviknað á Salone del Gusto í Torino á Ítalíu. Þar voru á ferð Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum í Dölum ásamt Höllu í Ytri-Fagradal að selja heimaframleiðslu sína á Slow-Food-matarhátíðinni þar. Í anda Slow Food ákváðu þau síðan að efna til samkeppni í rúllupylsugerð til að vekja athygli á gömlum og góðum íslenskum matarhefðum.

 

„Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla virkilega á óvart og verður nú vart aftur snúið að halda keppnina aftur að ári,“ segir á vef Dalabyggðar.

 

Myndirnar sem hér fylgja frá markaðinum og rúllupylsukeppninni í gær tóku Valdís Einarsdóttir á Lambeyrum og Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31