Tenglar

3. mars 2009 |

Rýming bæja til öryggis.

Lögreglustjóri hefur fengið beiðni frá Veðurstofunni um rýmingu á eftirfarandi bæjum:

 

Fremstu-húsum í Dýrafirði, Geirastaði í Syðridal, Höfða og Kirkjubæ í Skutulsfirði, Tankinn innan Flateyrar og Hraun í Hnífsdal.  Verið er að athuga með viðveru í Fremri- og Neðri-Breiðadal og að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði.

Lögreglustjóri, í samráði við bæjarstjóra Ísfjarðarbæjar hefur hafið rýmingu.  Ástæða  rýmingar  er vegna  þeirrar ofankomu sem átti að linna nú upp úr hádegi en ekki hefur gengið eftir. Rýming er hugsuð sem forvörn og til að tryggja öryggi íbúa  viðkomandi bæja.

Kristín Völundardóttir

sýslumaður á Ísafirði/lögreglustjóri Vestfjarða

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30