Tenglar

16. september 2009 |

SÍBS-lestin kemur við á Reykhólum í dag

„SÍBS-lestin“ byrjar ferð sína um Vestfjarðakjálkann með heimsókn á Reykhóla síðdegis í dag. Starfsemi SÍBS og aðildarfélaga þess verður kynnt í máli og myndum, auk þess sem fólki gefst kostur á því að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun að kostnaðarlausu. Á Reykhólum verður SÍBS-lestin á Dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 15-17 og eru allir velkomnir. Í henni eru starfsmenn frá aðildarfélögum SÍBS, en þau eru, auk SÍBS-deildanna, Astma- og ofnæmisfélagið, Samtök lungnasjúklinga, og Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Mældur verður blóðþrýstingur, súrefnismettun og blóðfita. Kynningarefni liggur frammi, blöð, bæklingar og fræðslumyndir, og ráðgjöf er í boði frá félögunum. Happdrætti SÍBS gefur öllum sem mæta bol í tilefni af 60 ára afmæli happdrættisins.

 

Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum. Í ferðinni verða a.m.k. fjórir á vegum SÍBS og aðildarfélaga þess, sem geta tekið að sér mælingar. Stefnt er að fræðilegri úrvinnslu upplýsinga sem fást í ferðinni, e.t.v. sem meistaraverkefni í heilsuhagfræði.

 

Fyrsti viðkomustaður lestarinnar á Vestfjörðum er á Reykhólum í dag kl. 15-17. Á morgun verður lestin á Patreksfirði kl. 10-13 og á Tálknafirði kl. 14-16. Á föstudag verða SÍBS-liðar á Bíldudal kl. 11-13 og daginn eftir kynna þeir starfið á Ísafirði kl. 13-15. Á sunnudag fer lestin á Strandirnar og verður á Drangsnesi kl. 13-15 og á Hólmavík kl. 16-18.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31