Tenglar

25. apríl 2009 |

Sætur sigur í Útsvari litlu sveitarfélaganna

Kristján Gauti, Kristján Sigurðsson og Ásta Sjöfn að unnum sigri.
Kristján Gauti, Kristján Sigurðsson og Ásta Sjöfn að unnum sigri.
1 af 7

Sameiginlegt lið Reykhólahrepps og Hólmvíkinga sigraði í Útsvari litlu sveitarfélaganna, spurningakeppni sem var eitt af fyrstu atriðunum á Jörfagleði Dalamanna sem stendur yfir þessa dagana. Sigurliðið skipuðu þau Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Kristján Gauti Karlsson úr Reykhólahreppi og Kristján Sigurðsson frá Hólmavík. Spyrill var sjálfur Davíð Þór Jónsson en Eyjólfur Bjarnason var dómari og María Ágústsdóttir stigavörður. Keppnin var haldin í félagsheimilinu Árbliki á Kvennabrekku í Dölum. Gestir voru hátt á annað hundrað og skemmtu sér greinilega hið besta.

 

Fjögur lið tóku þátt í keppninni. Hin þrjú voru úr Dalabyggð (að sjálfsögðu) og sameiginleg lið annars vegar úr Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi og hins vegar úr Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit.

 

Myndirnar frá keppninni sem hér fylgja eru fengnar af vef Dalabyggðar. Þar er að finna miklu fleiri myndir frá þessum skemmtilega viðburði. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, Hvalfjarðarsveit, mnudagur 27 aprl kl: 14:37

Til hamingju Reykhólamenn (og Hólmavíkur). Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu, þótt Dalamönnum tækist að sigra sameiginlegt lið Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps með eins stigs mun.

En glæsilegur árangur hjá ykkur og Ásta Sjöfn ógleymanleg sem leikari!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31