Tenglar

8. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Safna undirskriftum fyrir Vestfjarðaveg

 Á Ódrjúgshálsi, mynd Jóhannes Jónsson
Á Ódrjúgshálsi, mynd Jóhannes Jónsson

Tæplega 2000 manns hafa skrifað á undirskriftarlista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa við vegabætur á Vestfjarðavegi 60 um Gufudalssveit, frá Bjarkalundi til Flókalundar. Farið er fram á að framkvæmdirnar verði boðnar út um leið og framkvæmdaleyfi liggur fyrir en matsskýrsla Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdina er nú í matsferli hjá Skipulagsstofnun.

Mikil óánægja hefur verið með niðurskurð til vegabóta á Vestfjörðum en ekki hefur verið tekið frá fjármagn fyrir framkvæmdunum á Vestfjarðarvegi 60 um Gufudalssveit og skorið niður til framkvæmda á Dynjandisheiði. 

Í áskorun undirskriftarsöfnunarinnar segir að mikið sé í húfi, að byggð á sunnanverðum Vestfjörðum eigi allt sitt undir því að helsta lífæð samfélaganna til höfuðborgarsvæðisins byggist á heilsársvegi í ætt við aðra helstu þjóðvegi landsins. Á veginum séu hins vegar fjallvegir um Ódrjúgsháls og Hjallaháls sem séu með hættulegri fjallvegum landsins og farartálmar. 

 

Af ruv.is

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30