Tenglar

18. september 2017 | Sveinn Ragnarsson

Safnaðarstarf í Reykhólaprestakalli í vetur

Kæru íbúar Reykhólaprestakalls!

Nú hefst veturinn okkar af krafti og er ætlunin að leiða öflugt og gefandi helgihald og safnaðarstarf.

Kóræfingar verða öll þriðjudagskvöld kl. 20:30.

Barnakórsæfingar verða alla fimmtudaga kl. 15:10 - 16.

AA fundir verða á miðvikudagskvöldum kl. 20.

Æskulýðsfélagið verður annað hvert fimmtudagskvöld kl. 20.

Fermingarfræðsla fer fram einu sinni í mánuði á laugardögum í Tjarnarlundi.

Sunnudagaskólinn verður annan hvern sunnudag kl. 11.

Kirkjubrall, verkefnamiðuð helgistund fyrir alla, verður í desember.

Helgistundir á Barmahlíð verða annan hvern sunnudag kl. 14:30.

Sálgæsluviðtöl verða í boði í prestbústað aðra hverja viku en ávallt má leita til sóknarprests í síma utan hefðbundins viðtalstíma.

Aðventukvöldin verða þrjú talsins og öll á aðventunni.

Messur og helgihald verður á sínum stað og reynt að messa í öllum kirkjunum okkar í vetur.

Verið innilega velkomin í kirkjurnar ykkar og safnaðarstarfið í vetur og megi trú, von og kærleikur ríkja!

 

Með okkar allra bestu kveðjum!

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir, Ingimar Ingimarsson organisti og starfsfólk Reykhólaprestakalls.

Heimasíða prestakallsins: http://kirkjan.is/reykholar/ 

Facebooksíða prestakallsins: https://www.facebook.com/groups/275273329642758/?fref=ts

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31