Tenglar

9. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Safnið á Reykhólum búið að fá um 500 nýjar bækur

Bókasafnsdagurinn 2013 er í dag, mánudaginn 9. september, og skal minnt á, að Héraðsbókasafn Reykhólahrepps, sem er til húsa í Reykhólaskóla, er opið í dag klukkan 16-18. Þangað eru nú komnar um fimm hundruð nýjar bækur, þar af hátt í hundrað barna- og unglingabækur. Þessi viðbót er uppskera Kópavogsferðar Hörpu Eiríksdóttur bókavarðar, sem hér var greint frá.

 

Sjá nánar á vefnum visitreykholahreppur.is sem Harpa heldur úti.

 

Bókasafnsdeginum er ætlað að beina augum fólks að mikilvægi bókasafna í samfélaginu. Kjörorð hans að þessu sinni er Lestur er bestur - spjaldanna á milli.

 

Ítrekað skal að leitað er að bókaverði til starfa á Reykhólum því að Harpa Eiríksdóttir er á förum utan til náms eins og undanfarna vetur - sjá nánar hér.

 

Athugasemdir

Björg Karlsdóttir, mnudagur 09 september kl: 21:43

Gott hjá þér Harpa og til hamingju með árangurinn.
Því miður var ég ekki heima í dag og komst því ekki í bókasafnið í tilefni dagsins. En vonandi hafa margir látið sjá sigþ

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30