Tenglar

26. september 2010 |

Safnið á Reykhólum varðveiti bátana frá Hnjóti

Í síðustu viku barst Félagi áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum bréf frá stjórn Minjasafnsins að Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð, þar sem óskað er eftir viðræðum vegna framtíðarvarðveislu þeirra báta sem þar eru, en þeir eru ellefu talsins. Þetta er viðamikið verkefni sem unnið verður að nú á næstu vikum, eftir því sem fram kemur á vef félagsins. Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum á nú þegar yfir 20 báta og ef fer sem horfir verður þetta kærkomin viðbót í safnið hjá okkur, segir á vefnum. Þeir sem standa að stofnun Bátasafns Breiðafjarðar hafa nú þegar yfir að ráða sjö endurgerðum sjófærum bátum og sá áttundi fer á flot á Bátadögum næsta vor.

 

„Okkar markmið er að endurgera og sjósetja að nýju sem flesta báta í nýju hlutverki með það að markmiði að auka trébátaeign almennings, sem við teljum bestu leiðina í varðveislu báta“, segir Hjalti Hafþórsson á vef félagsins.

 

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31