Tenglar

13. september 2012 |

Sagnir um Bjartmarsstein óskast fyrir útvarpsþátt

Bjartmarssteinn er fyrir miðri mynd. Ljósm. © Ágúst G. Atlason.
Bjartmarssteinn er fyrir miðri mynd. Ljósm. © Ágúst G. Atlason.
1 af 2

Inga Rós Georgsdóttir, BA-nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, leitar eftir sögum og sögnum sem tengjast Bjartmarssteini í Reykhólasveit (hann hefur líka verið nefndur Pjattarsteinn og Bjartmannssteinn og kannski eru enn fleiri útgáfur af þessu örnefni). Núna liggur fyrir Ingu Rós að gera útvarpsþátt um eitthvert viðfangsefni í þjóðfræði og hana langar að gera þátt um Bjartmarsstein og huldufólkið þar.

 

Þess vegna óskar hún eftir því að komast í samband við fólk sem getur frætt hana um þjóðtrú og sagnir varðandi þessa merkilegu náttúrusmíð. Jafnframt væri vel þegið ef henni væri bent á fólk sem gæti liðsinnt henni í þessu efni en les kannski vefi ekki mikið.

 

Sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð. Hann er gígtappi af sömu gerð og Vaðalfjöll. Á báðum stöðum hefur móbergið veðrast utan af harðara bergi sem storknað hefur þar sem forðum kom upp hraun.

 

Inga Rós slær ekki hendinni á móti öðrum fróðleik og sögnum úr Reykhólasveit. Þar nefnir hún t.d. sögur af Rauðsokku eða Elínu sem varð úti á Barmahlíð.

 

Þess má geta, að Inga Rós á ættir að rekja að Hyrningsstöðum í Reykhólasveit, þannig að málin eru henni nokkuð skyld. Frá Hyrningsstöðum blasir Borgarlandið við handan Berufjarðar og fremst á nesinu milli Berufjarðar og Króksfjarðar er Bjartmarssteinn.

 

Endilega hafið samband við Ingu Rós í netpósti - alveg sama hversu lítið þið haldið ykkur vita!

  

Athugasemdir

bean man, fimmtudagur 02 nvember kl: 09:40

bannani

bean man, fimmtudagur 02 nvember kl: 09:40

bannani

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31