Tenglar

16. desember 2016 | Umsjón

Sala á mjólkurafurðum eykst

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 138,4 milljónir lítra síðustu 12 mánuði (desember 2015-nóvember 2016). Það er aukning frá fyrra ári um 3,7%. Síðustu þrjá mánuði (september-nóvember 2016) nam söluaukningin 6,8% miðað við sama tímabil fyrir ári.

 

Sala á próteingrunni undanfarna 12 mánuði var 128,9 milljónir lítra, sem er aukning um 5,5% frá árinu á undan. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða nam söluaukningin á próteingrunni 6,6%.

 

Innvegin mjólk undanfarna 12 mánuði var 151,0 milljónir lítra, sem er 4,2% aukning frá árinu á undan. Sé hins vegar litið til síðustu þriggja mánaða nam innvigtunin 33,7 milljónum lítra, sem er samdráttur um 1,2 milljónir lítra miðað við sömu mánuði í fyrra eða sem nemur 3,5%.

 

Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2023 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31