Tenglar

29. janúar 2017 | Umsjón

Sala á mjólkurvörum jókst meira en framleiðslan

Skýringarmynd: Morgunblaðið.
Skýringarmynd: Morgunblaðið.

Sala á próteinríkum mjólkurafurðum jókst meira á síðasta ári en sala á fituríkari afurðum. Hefur þróunin þar snúist við frá því sem var fyrir örfáum árum, þegar aukin sala á smjöri og rjóma setti framleiðslustjórn í mjólkurframleiðslu á hliðina. Sala á mjólkurafurðum, reiknuð á fitugrunni, nam 139,2 milljónum lítra á liðnu ári. Er það 4,7% aukning frá árinu á undan. Sala á próteingrunni jókst meira, var 129 milljónir lítra, sem er 5,2% aukning frá árinu á undan. Salan jókst meira en nam framleiðslu kúabúa landsins.

 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær.

 

Þar kemur einnig fram, að sala á skyrvörum hafi aukist um 16,7% milli ára. Þessi aukna sala er rakin til breytinga á tíðarandanum: Fólk hugsi meira um heilsuna, hreyfingu og mataræði.

 

Máli skiptir fyrir bændur og mjólkursamlög að meira seljist af próteinríkari afurðum, umfram fituríkari afurðir. Orðið hefur að framleiða talsvert af undanrennudufti og selja á lágu verði á heimsmarkaði til að brúa bilið í efnainnihaldi mjólkurinnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30