16. september 2020 | Sveinn Ragnarsson
Sálfræðiþjónusta á Reykhólum
Magnús Baldursson, sálfræðingur, býður upp á sálfræðiþjónustu í vetur, fyrir bæði börn og fullorðna. Markmiðið er að koma til móts við íbúa Reykhólahrepps og bjóða upp á sálfræðiþjónustu í heimabyggð.
Magnús mun koma um það bil einu sinni í mánuði og sinna skólanum til klukkan 15 en bjóða upp á þrjú viðtöl eftir að skóla lýkur. Viðtölin verða á neðri vistinni.
Sálfræðitíminn kostar 17.000.- kr. og hægt er að sækja um styrk hjá flestum aðildarfélögum.
Nánari upplýsingar og tímapantanir hjá Magnúsi (magnusbald@simnet.is)