3. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson
Saltkjötsveisla Lions
Hin árlega saltkjötsveisla Reykhóladeildar Lions verður haldin í matsal Reykhólaskóla föstudaginn 10. mars og hefst kl. 20:30. Að venju er skáldakynning, og að þessu sinni er það Eysteinn G. Gíslason úr Skáleyjum sem fjallað verður um. Saltkjötsveislan er einn helsti liðurinn í fjáröflun deildarinnar. Allir eru velkomnir og gott að hafa samband við Dalla í síma 866 9386.