Tenglar

25. febrúar 2016 | vefstjori@reykholar.is

Saltkjötsveislan helguð Þórði og Lárusi í Börmum

Smjöraskja úr eigu Þórðar í Börmum (Byggðasafnið í Skógum).
Smjöraskja úr eigu Þórðar í Börmum (Byggðasafnið í Skógum).
1 af 2

Saltkjöts- og bókmenntakvöldið sem er árvisst um þetta leyti hjá Lionsdeildinni í Reykhólahreppi verður í borðsal Reykhólaskóla á föstudagskvöldið eftir viku, 4. mars. Að þessu sinni er andlegi þátturinn í fagnaðinum helgaður orðhögum feðgum í Börmum í Reykhólasveit, þeim Þórði Ólafssyni og Lárusi Þórðarsyni. Veislustjóri verður Viðar Guðmundsson og hefur hann trúlega með sér einn eða fleiri söngmenn.

 

Tilhögun öll verður hin sama og venjulega. Fólk sem hyggst sitja veisluna er beðið að hafa samband sem fyrst við Ingvar (898 7783 / ingvarsam@visir.is) eða Dalla (866 9386 / dalli@snerpa.is) þannig að matföngin geti orðið nokkuð hæfileg. Óvæntir gestir eru samt alltaf velkomnir.

 

Samkomur þessar eru ekki einskorðaðar við Lionsfólk heldur öllum opnar og hafa alltaf verið. Húsið verður opnað kl. 20 en veislan hefst kl. 20.30.

 

Þórður Ólafsson (1856-1937) fluttist ásamt eiginkonu sinni og börnum að Börmum árið 1885 og bjó þar síðan til dauðadags. Lárus Þórðarson (1880-1931) var lengi barnakennari um sveitir en lést um aldur fram eftir mikla vanheilsu.

 

Árið 1976 kom út bók með ljóðum eftir Lárus og eitthvað hefur varðveist af vísum eftir Þórð, meðal annars í bók Játvarðar Jökuls á Miðjanesi, Hefur liðugt tungutak.

 

Rósin lætur litskrúð sitt.

Lífsins hverfa gæði.

Mér finnst líka lífið mitt

leika á veikum þræði.

L.Þ.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31