Tenglar

20. maí 2015 |

Saltvinnsla hafin í Svefneyjum á Breiðafirði

Þannig lítur breiðfirska þarasaltið út.
Þannig lítur breiðfirska þarasaltið út.

Hjónin Guðni Þór Þrándarson og Marie Legatelois hafa hrint af stað söfnun á Karolina Fund þar sem þau hyggjast safna fjármunum til að geta gert upp hlöðuna í Svefneyjum á Breiðafirði fyrir saltverksmiðju. Salt þetta verður búið til að fornum hætti með því að brenna þara. Uppskriftin er þegar tilbúin og framleiðsla hafin í smáum skömmtum.

 

Guðni og Marie eru að kaupa hlut í Svefneyjum ásamt annarri fjölskyldu og ætla að flytja þangað um leið og kaupin eru að fullu gengin í gegn. Þau ætla að búa þar ein með dóttur sinni allt árið en ýmsir úr fjölskyldu þeirra verða með þeim á sumrin. Þá verða meðeigendurnir að Svefneyjum einnig töluvert á svæðinu.

 

Frá þessu er greint í ítarlegu máli á mbl.is.

 

Hjónin stefna að því að endurvekja þangbrennslu víkinganna og bæta með því steinefnastöðu almennings. „Það kemur stundum á óvart hvað forfeður okkar voru með hlutina mikið betur á hreinu varðandi mataræði,“ segir Guðni Þór.

 

Hér er að sjálfsögðu um allt aðra vöru að ræða en flögusaltið hjá Norðursalti á Reykhólum.

 

Aðspurð hvernig flutningarnir til Svefneyja hafi komið til segir Guðni, að fjölskyldan hafi verið að leita að heimili í sveit og umhverfið hafi fallið fullkomnlega að draumum þeirra um saltverksmiðju. Í dag nota þau hrossaþara eða mjöl frá Þörungaverksmiðjunni, en eftir flutningana stefna þau á að safna þaranum sjálf í fjörunni.

 

Þetta er hugsanlega ekki í fyrsta sinn sem saltframleiðsla fer fram í Svefneyjum, en sagan segir að eyjarnar dragi einmitt nafn sitt af því.

 

Hér má lesa fréttina og viðtalið í heild á mbl.is, þar sem fleiri myndir er að finna, bæði af hlöðunni og þeim hjónum. Meðal annars kemur fram, að þau hyggist nýta æðardún í sængur, reka gistiheimili og verka söl.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30