Tenglar

25. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Saltvinnslan: Búið að steypa plötuna

Ljósm. Reykhólavefurinn.
Ljósm. Reykhólavefurinn.
1 af 12

Klárað var fyrir helgi að steypa síðasta hluta plötunnar í vinnsluhúsi Íslenska saltfélagsins ehf. við Reykhólahöfn, en hún var steypt í áföngum. Fimm menn voru þarna að störfum fyrir utan Guðlaug Theódórsson sem kom með reglulegu millibili á steypubílnum með nýja hræru. Jafnframt því sem tekið var við steypunni var verið að slípa þann hluta plötunnar sem steyptur hafði verið daginn áður.

 

Eiríkur Kristjánsson húsasmíðameistari á Reykhólum, sem er yfir verkinu, segir að steypuvinnan hafi gengið hnökralaust og nú verði farið að huga að því að koma upp milliveggjum auk þess að koma framleiðslubúnaði fyrir.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar síðdegis á föstudag. Þar má sjá hvernig núna er umhorfs inni í húsinu, auk þess sem myndir eru frá móttöku steypunnar bæði að sunnanverðu og norðanverðu. Inn á milli eru myndir af húsinu frá mismunandi sjónarhornum. Maðurinn á síðustu myndinni hefur vonandi komist leiðar sinnar áður en steypan harðnaði.

 

04.02.2013 Byggingu saltvinnslunnar við Reykhólahöfn miðar vel

23.01.2013 Stefnt að því að húsið verði fokhelt í næsta mánuði

18.12.2012 Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2

04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin

 

Athugasemdir

Guðmundur Sveinbjörn Ingimarsson, mnudagur 25 mars kl: 21:02

Svona uppbyggingu er frábært að sjá í hreppnum. Vonandi gengur þessu fyrirtæki allt í haginn !

Eyvindur, rijudagur 26 mars kl: 08:03

Alveg magnað, frábært. Auglýsi svo eftir tvöfalt stærri þjónustumiðstöð á svæðið.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31